Friday, August 20, 2010

A Single Man



Í vikunni leigði ég myndina A Single Man. A Single Man er upprunalega skáldsaga eftir Christopher Isherwood, en Tom Ford færði söguna yfir í handrit og leikstýrði. Með aðalhlutverk fara Colin Firth, Nicholas Hoult, Matthew Goode og Julianne Moore -og standa þau sig öll vægast sagt með prýði. (Sjá verðlaun og tilnefningar)



Þessi mynd er yndisleg. Tom Ford færir manni algjört augnakonfekt. Ég elska hvað heimili aðalpersónanna eru stílíseruð og auðvitað eru allir æðislega fallegir og smekklega klæddir :) Mig langar að læra að mála mig um augun eins og stelpurnar í myndinni, og í hið gullfallega heimili sem persóna Julianne Moore á. Mig langar að kaupa þessa mynd.



En sagan er líka svo athyglisverð; rómantísk og sorgleg og falleg. Í stuttu máli fjallar myndin um George Falconer, enskukennara sem kemst ekki yfir fráfall maka síns til 16 ára, Jim. 8 mánuðir eru liðnir síðan hann dó, og nú ætlar George að binda enda á eigið líf.



Ég vil ekki segja meira svo ég skemmi ekki fyrir.

Ég vildi að ég hefði lesið bókina fyrst, hún hlýtur að vera góð.
Tom Ford er snillingur.



PS. Hversu falleg er Julianne Moore?



Hér er frk Moore í herferðum (minnir að þetta sé eitthvað s/s og eitthvað f/w 2010) fyrir Bulgari, tekið af Mert og Marcus.







PS2: Þetta tengist póstinum ekki neitt, en þessir skór verða bara að fá að komast að. Þetta par er frá Opening Ceremony f/w 2010 og ó mig auma hvað ég væri til í að eiga þá. Þeir eru svo æðislega sérstakir og skemmtilegir á litinn.

2 comments:

  1. úúú..ég ætla svo að tjekka á þessari mynd, kanski maður gluggi fyrst í bókina :)

    ReplyDelete
  2. Þessi mynd er rosa góð. Skórnir eru geðveikir...langar í :)

    ReplyDelete