Friday, September 13, 2013

Amsterdam

Fyrstu vikurnar í Amsterdam eru ljúfar og skringilegar. Alveg eins og verkefnin í skólanum. Nýlega gerði ég verkefni í mixed media þar sem við áttum að kortleggja fjölskylduna okkar í textíl, ég útbjó hálfgerða himnasæng þar sem ástvinum er raðað eftir því hversu mikið pláss þau tækju í huganum mínum rétt áður en ég fer að sofa.Tuesday, July 2, 2013

Vesturferð


Spontant ferð til Ísafjarðar, hent saman í stork í óvænt babyshower, kaffi í Simbahöllinni Þingeyri, Fridu Kahlo gervi og fleira:

Sunday, May 15, 2011

Charles Anastase haust 2011

Charles Anastase er svo megasvalur. Ég get ekki nákvæmlega lýst því hvað mér finnst svo mikil snilld við hann, það er betur orðað hér. Ef ég mætti fylla fataskápinn minn af fötum eftir bara einn hönnuð yrði það Charles Anastase. Ég yrði samt að læra að ganga á þessum hælum fyrst.Ég gat ekki fækkað úr þessum. Og ég varð að láta nokkrar flíkur úr vor 2011 sýningunni fylgja með:

Léon BakstLéon Bakst (1866-1924) var málari, sviðsmynda- og búningahönnuður fyrir rússneska ballettinn. Ég er mjög hrifin af bæði myndunum og búningunum.Bakst á Wikipedia hér.

Monday, January 31, 2011

Vogue 1988Fyrir nokkru fékk ég fimm Vogue blöð frá 1988 að gjöf. Það var athyglisvert að skoða þetta tímabil og sjá hvernig ofurfyrirsæturnar tóku yfir hálfu og heilu blöðin. Ég skannaði inn nokkrar af uppáhalds myndunum mínum úr þeim og setti inn. Þarna má finna ýmis trend sem eru í gangi núna: Ofurháu leðurstígvélin, gagnsæu flíkurnar og mokkajakkarnir. Diet kók auglýsingin fannst mér bara skemmtileg :)
(Ég þarf líklegast ekki að taka fram að svona leit ekki meirihluti blaðsins út. Risa axlir og leggings og svoleiðis skemmtilegt var ennþá ráðandi)

Tuesday, January 18, 2011

Karlie Kloss og jakkaföt

Er svo hrifin af þessari myndaseríu í janúarblaði breska Vogue; litirnir, einföldu formin og Karlie Kloss. Reif þessa mynd úr blaðinu og hengdi upp á vegg.Lætur mig langa lúmskt í jakkaföt. Vera svöl eins og Marlene Dietrich. Hver vill það ekki?Nokkur dæmi:


Marc by Marc Jacobs -man ekki síðan hvenær


Dsquared2 haust 2010


Osman haust 2010


DKNY resort 2011


Kenzo haust 2010


Ef Leighton Meester gerði það...

Hún er líka svo sæt í Missoni s/s 2011 auglýsingaherferðinni:

Follow my blog with bloglovin