Charles Anastase er svo megasvalur. Ég get ekki nákvæmlega lýst því hvað mér finnst svo mikil snilld við hann, það er betur orðað hér. Ef ég mætti fylla fataskápinn minn af fötum eftir bara einn hönnuð yrði það Charles Anastase. Ég yrði samt að læra að ganga á þessum hælum fyrst.
Ég gat ekki fækkað úr þessum. Og ég varð að láta nokkrar flíkur úr vor 2011 sýningunni fylgja með:
Sunday, May 15, 2011
Léon Bakst
Léon Bakst (1866-1924) var málari, sviðsmynda- og búningahönnuður fyrir rússneska ballettinn. Ég er mjög hrifin af bæði myndunum og búningunum.
Bakst á Wikipedia hér.
Monday, January 31, 2011
Vogue 1988
Fyrir nokkru fékk ég fimm Vogue blöð frá 1988 að gjöf. Það var athyglisvert að skoða þetta tímabil og sjá hvernig ofurfyrirsæturnar tóku yfir hálfu og heilu blöðin. Ég skannaði inn nokkrar af uppáhalds myndunum mínum úr þeim og setti inn. Þarna má finna ýmis trend sem eru í gangi núna: Ofurháu leðurstígvélin, gagnsæu flíkurnar og mokkajakkarnir. Diet kók auglýsingin fannst mér bara skemmtileg :)
(Ég þarf líklegast ekki að taka fram að svona leit ekki meirihluti blaðsins út. Risa axlir og leggings og svoleiðis skemmtilegt var ennþá ráðandi)
Tuesday, January 18, 2011
Karlie Kloss og jakkaföt
Er svo hrifin af þessari myndaseríu í janúarblaði breska Vogue; litirnir, einföldu formin og Karlie Kloss. Reif þessa mynd úr blaðinu og hengdi upp á vegg.
Lætur mig langa lúmskt í jakkaföt. Vera svöl eins og Marlene Dietrich. Hver vill það ekki?
Nokkur dæmi:
Marc by Marc Jacobs -man ekki síðan hvenær
Dsquared2 haust 2010
Osman haust 2010
DKNY resort 2011
Kenzo haust 2010
Ef Leighton Meester gerði það...
Hún er líka svo sæt í Missoni s/s 2011 auglýsingaherferðinni:
Follow my blog with bloglovin
Lætur mig langa lúmskt í jakkaföt. Vera svöl eins og Marlene Dietrich. Hver vill það ekki?
Nokkur dæmi:
Marc by Marc Jacobs -man ekki síðan hvenær
Dsquared2 haust 2010
Osman haust 2010
DKNY resort 2011
Kenzo haust 2010
Ef Leighton Meester gerði það...
Hún er líka svo sæt í Missoni s/s 2011 auglýsingaherferðinni:
Follow my blog with bloglovin
Wednesday, January 12, 2011
Oscar Wilde er sniðugur
Saturday, January 8, 2011
Einnota myndavélar eru svo skemmtilegar:
Saturday, January 1, 2011
Streetpeeper
Streetpeeper er skemmtileg. Þar má finna streetstyle myndir flokkaðar niður eftir löndum. Svo er einnig hægt að leita eftir ákveðnu einkenni(t.d. floor length skirt, camel...) eða merki. Mjög sniðugt ef manni langar að sjá hvernig flíkur og tískubólur komi út á fólki á götum úti, en ekki bara í auglýsingum og tímaritum.
...Eða er þessi fídus kannski á öllum streetstyle síðum og ég hef bara aldrei tekið eftir því?
Ég gat ekki vistað hinar myndirnar sem ég vildi hafa. Þessi að ofan kom úr frétt af style.com um Streetpeeper, en þannig fann ég síðuna. Er samt mjög hrifin af samfestingnum hennar, karrýgulur er í uppáhaldi*. Ef þú vilt sjá fabulous konu í Galliano kápu klikkaðu hér, og ef þú vilt sjá sæta stelpu sem kann á röndótt klikkaðu hér.
*Á eftir svörtum og gráum, að sjálfsögðu :)
Subscribe to:
Posts (Atom)