Ó Mary Katrantzou hvað þú ert yndisleg!
Í vorlínu frk. Katrantzou er tveimur ástum mínum, fallegum flíkum og innanhússhönnun blandað í eitt. Hún sagðist hafa tekið innblástur frá ljósmyndum Helmuts Newton og Guy Bordin frá áttunda áratugnum, og uppgötvað að innanhússhönnunin væri jafn mikilvæg og fyrirsæturnar.
"With this collection, I wanted to put the room on the woman, rather than the woman in the room,"-MK
Hér eru nokkrar myndir, en ég mæli frekar með að klikka hér og sjá dýrðina betur.
Sjáið þið ekki Söruh Jessicu Parker eða Kate Bosworth fyrir í þessu?
ég elska þessa línu !!! og ég get alveg séð fyrir mér kate bosworth og söru jessicu parker í þessum kjólum :)
ReplyDelete-Ingunn
Vá! Þetta er einum of falleg lína. Þetta eru ekki föt, frekar listaverk"
ReplyDeletegeðveikt:) var einmitt að dáðst að þessu um daginn
ReplyDeleteég sé sérstaklega fyrir mér Parker í þessu;)