Tuesday, September 21, 2010
Black is the new black
Þrátt fyrir að reyna oft að bæta litum í fataskápinn minn verð ég að viðurkenna að svartur á hjarta mitt allt. (Charcoal grár kemur sterkur inn í 2. sæti)
Ef gert rétt, eru alsvört outfitt svo smekkleg. Myndin hér að ofan minnti mig á það. Hér eru nokkur fleiri dæmi:
og að sjálfsögðu:
Myndir af Style.com (Úr Charles Anastase f/w 2010 sýningunni) og Streetfsn
innskot: Alsvart er einnig að finna á Trendlandi. Íslenskar stelpur kunna þetta!
Monday, September 20, 2010
Mary Katrantzou
Ó Mary Katrantzou hvað þú ert yndisleg!
Í vorlínu frk. Katrantzou er tveimur ástum mínum, fallegum flíkum og innanhússhönnun blandað í eitt. Hún sagðist hafa tekið innblástur frá ljósmyndum Helmuts Newton og Guy Bordin frá áttunda áratugnum, og uppgötvað að innanhússhönnunin væri jafn mikilvæg og fyrirsæturnar.
"With this collection, I wanted to put the room on the woman, rather than the woman in the room,"-MK
Hér eru nokkrar myndir, en ég mæli frekar með að klikka hér og sjá dýrðina betur.
Sjáið þið ekki Söruh Jessicu Parker eða Kate Bosworth fyrir í þessu?
Í vorlínu frk. Katrantzou er tveimur ástum mínum, fallegum flíkum og innanhússhönnun blandað í eitt. Hún sagðist hafa tekið innblástur frá ljósmyndum Helmuts Newton og Guy Bordin frá áttunda áratugnum, og uppgötvað að innanhússhönnunin væri jafn mikilvæg og fyrirsæturnar.
"With this collection, I wanted to put the room on the woman, rather than the woman in the room,"-MK
Hér eru nokkrar myndir, en ég mæli frekar með að klikka hér og sjá dýrðina betur.
Sjáið þið ekki Söruh Jessicu Parker eða Kate Bosworth fyrir í þessu?
Sunday, September 12, 2010
Takk hr. Lagerfeld
Mig dreymir mjög mikið. Ég er líka mjög óákveðin: Ég ákveð að safna hári annan hvern dag, en hina dagana ákveð ég að ég vilji klippa það enn styttra.
Í nótt dreymdi mig að ég hitti Karl Lagerfeld. Hann sagði mér að ég væri falleg. Svo spurði ég hann hvað ég ætti að gera við hárið á mér, og hann sagði mér að halda því stuttu. Ég held ég haldi því stuttu að eilífu.
"Vanity is the healthiest thing in life."
"The iPod is genius. I have 300."
"If you throw money out of the window throw it out with joy. Don’t say 'one shouldn’t do that' - that is bourgeois"
"Don't look to the approval of others for your mental stability"
"Believe it or not, I love rap"
Meira af tilvitnunum Karls á twitter
Í nótt dreymdi mig að ég hitti Karl Lagerfeld. Hann sagði mér að ég væri falleg. Svo spurði ég hann hvað ég ætti að gera við hárið á mér, og hann sagði mér að halda því stuttu. Ég held ég haldi því stuttu að eilífu.
"Vanity is the healthiest thing in life."
"The iPod is genius. I have 300."
"If you throw money out of the window throw it out with joy. Don’t say 'one shouldn’t do that' - that is bourgeois"
"Don't look to the approval of others for your mental stability"
"Believe it or not, I love rap"
Meira af tilvitnunum Karls á twitter
Friday, September 10, 2010
Stafrófið
Ég á það til að vista hluti sem mig langar að skoða betur seinna, eða finnst bara fallegir. Ég var að fara yfir myndamöppuna mína og velti fyrir mér hvort það væri hægt að gera heilt stafróf úr einhverjum af myndunum sem ég hef vistað en aldrei notað á blogginu. Og það var hægt! (eiginlega)
Andy Julia (ljósmyndari)
Bleikt eldhús í anda 6. áratugarins -tekið af síðu Ólafar Jakobínu
Chloe Sevigny -auðvitað
D&G haust/vetur 2010 ullarpeysa -væri svo til í að geta prjónað svona
Endalaust hár á Dior haust/vetur sýningunni -smá breytingar gerðar hér og þar til að passa inn í stafrófið :)
Fylltir hælar
Gee Wa Wa flatir skór
Halle Berry eftir Mario Testino -elskaði alla myndaröðina
"In the mood for love" úr Vogue feb 2003, Grace Coddington stílíseraði
January Jones í Atelier Versace -veit að sumir gagnrýnendur þola ekki þennan kjól, en mér finnst hann skemmtilegur
Kastali -úr McQueen vor/sumar 2001 línunni
Ljósbleikt og dömulegt -frá Monki
Myndaröð -A grand affair eftir Steven Klein og Grace Coddington
Norman Parkinson
One flew over the cuckoos nest -úr Alexander McQueen vor/sumar 2001 línunni
Perluróla -tekin að síður Ólafar Jakobínu
Q -vandræðalegt
Rene og Radka
Streethearts -mjög skemmtileg streetstyle síða
Túrban! -Eins og Sasha Pivovarova sé ekki nógu mikið æði eins og er
Ung Madonna -fyrir Versace, tekið af Steven Meisel
Versace 1994
X -því miður
YSL Palais skórnir
Zouravliov, Vania
Þægilegt fyrir veturinn -Hussein Chalayan haust/vetur 2010
Ævintýrastemning - Alexander McQueen og Isabella Blow í myndatöku fyrir Vanity Fair, RIP bæði tvö.
Örfáir power rangers í bát! -Mynd eftir Azim Haidaryan
sagði að ég væri dundari
Andy Julia (ljósmyndari)
Bleikt eldhús í anda 6. áratugarins -tekið af síðu Ólafar Jakobínu
Chloe Sevigny -auðvitað
D&G haust/vetur 2010 ullarpeysa -væri svo til í að geta prjónað svona
Endalaust hár á Dior haust/vetur sýningunni -smá breytingar gerðar hér og þar til að passa inn í stafrófið :)
Fylltir hælar
Gee Wa Wa flatir skór
Halle Berry eftir Mario Testino -elskaði alla myndaröðina
"In the mood for love" úr Vogue feb 2003, Grace Coddington stílíseraði
January Jones í Atelier Versace -veit að sumir gagnrýnendur þola ekki þennan kjól, en mér finnst hann skemmtilegur
Kastali -úr McQueen vor/sumar 2001 línunni
Ljósbleikt og dömulegt -frá Monki
Myndaröð -A grand affair eftir Steven Klein og Grace Coddington
Norman Parkinson
One flew over the cuckoos nest -úr Alexander McQueen vor/sumar 2001 línunni
Perluróla -tekin að síður Ólafar Jakobínu
Q -vandræðalegt
Rene og Radka
Streethearts -mjög skemmtileg streetstyle síða
Túrban! -Eins og Sasha Pivovarova sé ekki nógu mikið æði eins og er
Ung Madonna -fyrir Versace, tekið af Steven Meisel
Versace 1994
X -því miður
YSL Palais skórnir
Zouravliov, Vania
Þægilegt fyrir veturinn -Hussein Chalayan haust/vetur 2010
Ævintýrastemning - Alexander McQueen og Isabella Blow í myndatöku fyrir Vanity Fair, RIP bæði tvö.
Örfáir power rangers í bát! -Mynd eftir Azim Haidaryan
sagði að ég væri dundari
Thursday, September 9, 2010
Kelly
Flestar stelpur sem hafa horft jafnmikið og ég á Sex and the city vita hvað Hermès töskur eru fabulous. Líka þær sem eru háðar tískubloggum. Ég fell undir báða flokka.
Kelly taskan var skírð í höfuðið á Grace Kelly eftir að hún notaðist við eigin Hermès töskur til að reyna að fela óléttubumbuna frá fjölmiðlum.
Þess vegna fannst mér þetta svo sniðugt.
Hermes gaf þetta út á eigin síðu fyrir rúmum tveimur árum, svo kannski eru flestir löngu búnir að rekast á þetta :) en mér finnst þetta bara svo fyndið! Get ekki beðið eftir því þegar næsta vinkona á afmæli... Örugglega hægt að nota þetta sem umbúðir. Ég er neflilega algjör dundari.
Hér eru nokkrar hugmyndir:
vissir þú af þessu?
Kelly taskan var skírð í höfuðið á Grace Kelly eftir að hún notaðist við eigin Hermès töskur til að reyna að fela óléttubumbuna frá fjölmiðlum.
Þess vegna fannst mér þetta svo sniðugt.
Hermes gaf þetta út á eigin síðu fyrir rúmum tveimur árum, svo kannski eru flestir löngu búnir að rekast á þetta :) en mér finnst þetta bara svo fyndið! Get ekki beðið eftir því þegar næsta vinkona á afmæli... Örugglega hægt að nota þetta sem umbúðir. Ég er neflilega algjör dundari.
Hér eru nokkrar hugmyndir:
vissir þú af þessu?
Subscribe to:
Posts (Atom)