Þetta er póstur númer tvö sem einkennist aðallega af svörtum klæðnaði. Ég hef verið að skoða hönnuðinn Limi Feu, og er mjög hrifin af henni. Flestar flíkurnar hennar eru svartar eða hvítar og ofursvalar. Allt virðist svo þægilegt, og þess vegna fullkomið val fyrir back-to-school föt. Eitthvað huggulegt (og smekklegt) til að henda sér í á morgnana. Held ég ætli að svipast um eftir einhverju í líkingu við þetta á næstunni. Hvenær byrja aftur útsölurnar?
Vor 2009:
Vor 2010:
Haust 2010:
Vor 2011:
(Iona: ef þú sérð þetta hugsaði ég sérstaklega til þín þegar ég sá þennan kjól:)
Ég ætlaði upprunalega setja inn miklu fleiri myndir frá sýningunum, en vildi ekki hafa þetta of langt. Endilega kíktu á style.com og skoðaðu meira. Þaðan koma mínar myndir.
PS. Vorlínan hjá Versus er ótrúlega skemmtileg. Klikka hér til að skoða póst Style Rookie um sýninguna, elska hvernig hún tengir stílinn við Cher Horowitz í Clueless.
Saturday, December 25, 2010
Tuesday, December 21, 2010
Penny Lane
Ég hef séð Almost Famous svo oft. Penny Lane er ein af uppáhalds kvikmyndapersónunum mínum. Elska stílinn hennar. Og lögin í myndinni. Og tímabilið. Elska allt við þessa mynd.
Klikkaðu hér til að sjá Penny Lane útskýra hugtakið Band-aid
Klikkaðu hér til að sjá Penny Lane útskýra hugtakið Band-aid
Wednesday, December 8, 2010
Lady Dior
Meistari John Galliano hefur nú lokið framleiðslu hinna fjögurra stuttmynda sem eru tileinkaðar Lady Dior, vinsælustu tösku Christian Dior. Marion Cotillard er í aðalhlutverki í þeim öllum, og eru þær hver annari fallegri. Hver mynd tengist einni borg. Ég mæli með því að horfa á þær allar, en ef þú hefur ekki tíma (Lady Blue er lengst, eða 15 mínútur) myndi ég allavega horfa á Lady Grey. Hún er uppáhalds.
The Lady Noire Affair
París. Olivier Dahan leikstýrði (La Vie en Rose), Peter Lindbergh ljósmyndaði. Sjá á Youtube.
Lady Rouge
New York. Man ekki leikstjórann, en Annie Leibowitz ljósmyndaði. Og Marion syngur með Franz Ferdinand! Sjá hér á Youtube.
Lady Blue
Shanghai- David Lynch leikstýrði, Steven Klein ljósmyndaði. Sjá á Youtube.
Lady Grey
London. James Cameron Mitchell leikstýrði, Mert Alas og Marcus Piggot ljósmynduðu. Sjá hér á heimasíðu Dior.
Monday, November 22, 2010
Ath prjónakonur
Ætli það sé auðvelt að prjóna svona peysu? Mér finnst hún koma svo skemmtilega og kósý út. Gæti ímyndað mér að hún væri sæt í svörtu eða hvítu. Eða rauðfjólubláu, eða karrýgulu, eða marglituð.... kannski maður ætti að byrja að prjóna meira en bara trefla. Mynd af Streetfsn.
Hefur þú prjónað opna peysu?
Sunday, November 21, 2010
Sæt og fín
Er að horfa á Rosemary's Baby á stöð eitt. Mia Farrow er svo sæt og fín í myndinni. Svo er myndin sjálf líka mjög vel gerð, jafn óhugnaleg og bókin.
Finnst eins og ég sjái Miur allsstaðar: Carey Mulligan, Emma Watson og Michelle Williams til dæmis.
Flestar myndir teknar frá grein úr Clothes on Film. Linkur hér.
Finnst eins og ég sjái Miur allsstaðar: Carey Mulligan, Emma Watson og Michelle Williams til dæmis.
Flestar myndir teknar frá grein úr Clothes on Film. Linkur hér.
Friday, November 19, 2010
Vetrargallar
Þegar kalda veðrið kemur langar mig alltaf að uppfæra skápinn með þægilegum flíkum sem er hægt að hlaða á sig í mörgum lögum af flíkum. Ég er ofur kuldaskræfa. Innsta lagið mætti endilega vera kósý samfestingur. Kannski eitthvað af þessum frá A Détacher ss2010:
Hönnuðurinn Mona Kowalska. Hún er svöl pía.
Hönnuðurinn Mona Kowalska. Hún er svöl pía.
Monday, November 15, 2010
Friday, November 12, 2010
Pietari Posti
Er mjög hrifin af þessum myndum af risadýrum í stórborgum eftir Pietari Posti. Pietari fæddist í Finnlandi en er búsettur í Barcelona. Verk hans hafa meðal annars birtst í The New York Times og The Guardian. Meira um hann hér.
Thursday, November 11, 2010
Ég hjarta NY
Wednesday, November 10, 2010
Fjórar fierce
Miss Jacobs er svo fierce!
Natalia Vodianova framan á HB desemberblaðinu:
Uppáhalds coverið mitt, Chloe Sevigny framan á Elle í apríl:
Ein úr myndaröð af Kate Hudson -sem var framan á Elle-blaðinu en þessi mynd er enn svalari:
Svo eru nokkur sem ég bara fattaði ekki alveg fyrir desember:
Emma Watson á desemberblaði breska Vogue
Jessica Alba á desemberblaði Elle -hún er bara svo miklu meiri gella en þetta! Of mikið Britney ca 1999?
og ég veit ekki hvað mér finnst um þetta:
En við skulum bara enda þetta á góðri mynd sem ég fann í tölvunni, kannski þú kannist við hana? Og hvað er uppáhalds coverið þitt? :)
Natalia Vodianova framan á HB desemberblaðinu:
Uppáhalds coverið mitt, Chloe Sevigny framan á Elle í apríl:
Ein úr myndaröð af Kate Hudson -sem var framan á Elle-blaðinu en þessi mynd er enn svalari:
Svo eru nokkur sem ég bara fattaði ekki alveg fyrir desember:
Emma Watson á desemberblaði breska Vogue
Jessica Alba á desemberblaði Elle -hún er bara svo miklu meiri gella en þetta! Of mikið Britney ca 1999?
og ég veit ekki hvað mér finnst um þetta:
En við skulum bara enda þetta á góðri mynd sem ég fann í tölvunni, kannski þú kannist við hana? Og hvað er uppáhalds coverið þitt? :)
Subscribe to:
Posts (Atom)