Wednesday, December 8, 2010

Lady Dior



Meistari John Galliano hefur nú lokið framleiðslu hinna fjögurra stuttmynda sem eru tileinkaðar Lady Dior, vinsælustu tösku Christian Dior. Marion Cotillard er í aðalhlutverki í þeim öllum, og eru þær hver annari fallegri. Hver mynd tengist einni borg. Ég mæli með því að horfa á þær allar, en ef þú hefur ekki tíma (Lady Blue er lengst, eða 15 mínútur) myndi ég allavega horfa á Lady Grey. Hún er uppáhalds.



The Lady Noire Affair
París. Olivier Dahan leikstýrði (La Vie en Rose), Peter Lindbergh ljósmyndaði. Sjá á Youtube.



Lady Rouge
New York. Man ekki leikstjórann, en Annie Leibowitz ljósmyndaði. Og Marion syngur með Franz Ferdinand! Sjá hér á Youtube.



Lady Blue
Shanghai- David Lynch leikstýrði, Steven Klein ljósmyndaði. Sjá á Youtube.



Lady Grey
London. James Cameron Mitchell leikstýrði, Mert Alas og Marcus Piggot ljósmynduðu. Sjá hér á heimasíðu Dior.

3 comments:

  1. Þetta eru gullfallegar stuttmyndir og Marion Cotillard er svo falleg.

    P.s. Takk fyrir að pósta þessu þegar ég var í prófum, horfði á þær allar þá og þær hjálpuðu mér að komast í betra skap :)

    ReplyDelete
  2. Ég veit, hún er svo falleg!

    Og það gleður mig að hafa komið þér í gott skap í prófunum :) Prófstress-Iona er ekki gleði-Iona :)

    ReplyDelete
  3. Ooo mér finnst þessar myndir svo fallegar :)

    ReplyDelete