Monday, November 8, 2010

Gegnsætt

Ég er svo hrifin af stórum gluggum. Í draumahúsinu mínu (eða einu af þeim, allavega) eru svo risastórir gluggar að sólin gæti vakið mig á morgnana, og ég þyrfti skógvaxna, stóra jörð til að búa á bara til að viðhalda smávegis næði. Það er líka örugglega yndislegt að vera svona meðvitaður um náttúruna í kring um sig. Þess vegna er ég svo hrifin af þessum húsum.


Eames húsið: hannað af Charles og Ray Eames, árið 1949 í Kaliforníu.


Glerhúsið: hannað af Philip Johnson, árið 1950 í Connecticut.


Farnsworth húsið: hannað af Ludwig Mies Van Der Rohe, árið 1951 í Illinois.

5 comments:

  1. Eames húsið er svo fallegt..vá!

    Já ég væri til í svona hús en þá myndi ég líka alltaf klæðast fab dökkbláum silki slopp inni hjá mér...það væri æði.

    ReplyDelete
  2. óóó..Eames húsið er svo fallegt

    ég verð að sýna þér mynd sem ég tók úti í Danmörku á dögunum, á Louisiana listasafninu, killer gluggar og vatn með trjám í kring beint fyrir utan, ekkert smá yndislegt:) Væri alveg til í svoleiðis stofu eða eitthvað rými, en held ég vildi svo hafa veggi annars staðar:P

    ReplyDelete
  3. http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs1158.snc4/150035_1616493324967_1015350381_31711522_5292728_n.jpg

    ekkert besta mynd í heimi, tekið á litlu myndavélina:) en sýnir hvað ég á við nógu vel held ég?:)

    ReplyDelete