Thursday, September 2, 2010

Eftirmiðdagur á Style.com og Youtube

(Ég gerði þennan póst fyrir þónokkru en setti hann aldrei inn. En ég get ekki ekki haft þessar myndir hérna)

Verð að fela fartölvuna fyrir sjálfri mér í náinni framtíð, allt of mikil freisting þegar maður á að læra heima.
Ég var svo heppin að fá bók um Alexander McQueen í afmælisgjöf frá Ionu vinkonu minni. Ég vissi alveg hver hann var og kannaðist við hauskúpuklútinn og armadillo skóna en eftir að hafa lesið bókina langar mig að skoða vandlega hverja einustu línu. Ég byrjaði á vor/sumar 2004 sýningunni. Allavega, ég fékk gæsahúð við að horfa á sýninguna hans á Youtube. McQueen sótti innblástur í myndina They shoot horses, don't they?, og sýningin var haldin í Salle Walgram: danssal í París frá 19. öld. Fyrir sýninguna höfðu fyrirsæturnar þurft að æfa dansana í tvær vikur, og árangurinn sést. Þetta er þvílíkt meistaraverk! Svo rómantískt og fallegt. -Svo er auðvitað tonn af æðislegum flíkum; er m.a. mjög hrifin af blómakjólunum, og bleika síðkjólnum sem er að finna hér fyrir neðan.
-Reyndar var ég hrifnari af seinni partinum, en sýningin virtist skiptast upp í tvo hluta. Endilega kíktu á báða samt, fyrri parturinn er samt frekar tilkomumikill líka. (Fyrri partur á Youtube, seinni partur)

Nokkrar myndir úr sýningunni:


















Annað sem ég fór svo að dunda mér við að skoða... förðunin á Christian Dior sýningum. Dior er svo oft með skemmtilega förðun og hár í gangi. Þessi John Galliano veit hvað hann syngur. Það er allt of auðvelt að eyða tíma á style.com.















Allar myndir af style.com

No comments:

Post a Comment