Tuesday, June 8, 2010

Grace Coddington


Fyrir þá sem ekki vita er Grace Coddington creative director (því miður man ég ekki nákvæma íslenska hugtakið) hjá bandaríska Vogue í dag, en hún hefur unnið hjá bæði bandarísku og bresku útgáfu blaðsins síðustu fjóra áratugi. Líkt og margir aðrir heillaðist ég af Grace í heimildarmyndinni The September Issue, sem allir Vogue unnendur ættu að kíkja á. Grace er yndislegur karakter, sérvitur og með endalausa sköpunargleði. Í júlíblaði breska Vogue er að finna mjög skemmtilega grein um hana, sem ég mæli hiklaust með. Hún lætur mig langa til að hætta að mála mig og safna mjög síðu hári, hún er undursamleg.

Hér eru örfáar nýlegar myndir úr smiðju Coddington:



Túlkun Grace Coddington og Annie Leibowitz (þær tvær hafa verið ofurteymi til langs tíma) af ævintýrinu um Hans og Grétu. Desemberblað Vogue frá 2009. Þess má geta að Lady Gaga lék nornina, en upprunalega vildu Grace og Annie fá Susan Boyle í hlutverk hennar. Hans og Gréta eru leikin af Lily Cole og Andrew Garfield sem léku saman í ævintýramyndinni The Imaginarium of Doctor Parnassus (Sjá rest af myndaseríu hér)




Annie og Grace taka fyrir Lísu í Undralandi í desemberblaði Vogue 2003. Gullfallega Natalia Vodianova leikur Lísu, og Tom Ford bregður sér í hlutverk hvítu kanínunnar. (Sjá rest af myndaseríu hér).



Kirsten Dunst sem Marie Antoinette og Jason Schwartzman sem Loðvík XVI. Myndaserían er úr septemberblaði Vogue 2006 (sjá rest af myndaseríu hér). Að sjálfsögðu tók Annie Leibowitz myndirnar.

Í lokin er svo ein af Grace frá sínum yngri árum, þegar hún var sjálf fyrirsæta.


2 comments:

  1. Ég löva Grace, sértaklega eftir að The September issue kom út.

    Hún er sweet líkt og bloggið þitt Bára :)

    ReplyDelete
  2. Vá hvað myndin af Kirsten og Jason er ein fallegasta mynd sem ég hef séð.
    Frábær kona :)

    ReplyDelete