Monday, November 22, 2010
Ath prjónakonur
Ætli það sé auðvelt að prjóna svona peysu? Mér finnst hún koma svo skemmtilega og kósý út. Gæti ímyndað mér að hún væri sæt í svörtu eða hvítu. Eða rauðfjólubláu, eða karrýgulu, eða marglituð.... kannski maður ætti að byrja að prjóna meira en bara trefla. Mynd af Streetfsn.
Hefur þú prjónað opna peysu?
Sunday, November 21, 2010
Sæt og fín
Er að horfa á Rosemary's Baby á stöð eitt. Mia Farrow er svo sæt og fín í myndinni. Svo er myndin sjálf líka mjög vel gerð, jafn óhugnaleg og bókin.
Finnst eins og ég sjái Miur allsstaðar: Carey Mulligan, Emma Watson og Michelle Williams til dæmis.
Flestar myndir teknar frá grein úr Clothes on Film. Linkur hér.
Finnst eins og ég sjái Miur allsstaðar: Carey Mulligan, Emma Watson og Michelle Williams til dæmis.
Flestar myndir teknar frá grein úr Clothes on Film. Linkur hér.
Friday, November 19, 2010
Vetrargallar
Þegar kalda veðrið kemur langar mig alltaf að uppfæra skápinn með þægilegum flíkum sem er hægt að hlaða á sig í mörgum lögum af flíkum. Ég er ofur kuldaskræfa. Innsta lagið mætti endilega vera kósý samfestingur. Kannski eitthvað af þessum frá A Détacher ss2010:
Hönnuðurinn Mona Kowalska. Hún er svöl pía.
Hönnuðurinn Mona Kowalska. Hún er svöl pía.
Monday, November 15, 2010
Friday, November 12, 2010
Pietari Posti
Er mjög hrifin af þessum myndum af risadýrum í stórborgum eftir Pietari Posti. Pietari fæddist í Finnlandi en er búsettur í Barcelona. Verk hans hafa meðal annars birtst í The New York Times og The Guardian. Meira um hann hér.
Thursday, November 11, 2010
Ég hjarta NY
Wednesday, November 10, 2010
Fjórar fierce
Miss Jacobs er svo fierce!
Natalia Vodianova framan á HB desemberblaðinu:
Uppáhalds coverið mitt, Chloe Sevigny framan á Elle í apríl:
Ein úr myndaröð af Kate Hudson -sem var framan á Elle-blaðinu en þessi mynd er enn svalari:
Svo eru nokkur sem ég bara fattaði ekki alveg fyrir desember:
Emma Watson á desemberblaði breska Vogue
Jessica Alba á desemberblaði Elle -hún er bara svo miklu meiri gella en þetta! Of mikið Britney ca 1999?
og ég veit ekki hvað mér finnst um þetta:
En við skulum bara enda þetta á góðri mynd sem ég fann í tölvunni, kannski þú kannist við hana? Og hvað er uppáhalds coverið þitt? :)
Natalia Vodianova framan á HB desemberblaðinu:
Uppáhalds coverið mitt, Chloe Sevigny framan á Elle í apríl:
Ein úr myndaröð af Kate Hudson -sem var framan á Elle-blaðinu en þessi mynd er enn svalari:
Svo eru nokkur sem ég bara fattaði ekki alveg fyrir desember:
Emma Watson á desemberblaði breska Vogue
Jessica Alba á desemberblaði Elle -hún er bara svo miklu meiri gella en þetta! Of mikið Britney ca 1999?
og ég veit ekki hvað mér finnst um þetta:
En við skulum bara enda þetta á góðri mynd sem ég fann í tölvunni, kannski þú kannist við hana? Og hvað er uppáhalds coverið þitt? :)
Monday, November 8, 2010
Gegnsætt
Ég er svo hrifin af stórum gluggum. Í draumahúsinu mínu (eða einu af þeim, allavega) eru svo risastórir gluggar að sólin gæti vakið mig á morgnana, og ég þyrfti skógvaxna, stóra jörð til að búa á bara til að viðhalda smávegis næði. Það er líka örugglega yndislegt að vera svona meðvitaður um náttúruna í kring um sig. Þess vegna er ég svo hrifin af þessum húsum.
Eames húsið: hannað af Charles og Ray Eames, árið 1949 í Kaliforníu.
Glerhúsið: hannað af Philip Johnson, árið 1950 í Connecticut.
Farnsworth húsið: hannað af Ludwig Mies Van Der Rohe, árið 1951 í Illinois.
Eames húsið: hannað af Charles og Ray Eames, árið 1949 í Kaliforníu.
Glerhúsið: hannað af Philip Johnson, árið 1950 í Connecticut.
Farnsworth húsið: hannað af Ludwig Mies Van Der Rohe, árið 1951 í Illinois.
Dress up
Kósýkvöld á tískubloggum í kvöld.
Mikið eru þessi celeb fabulous og skemmtileg í búningavali sínu fyrir hrekkjavökuna :)
Getur þú giskað á hver hafmeyjan er?
haha án efa mitt uppáhald! Brad Goreski (aðstoðarmaður Rachel Zoe)sem Tavi
Að lokum: Ekki celeb, en robocop krakkinn hennar Ionu er frekar svalur.
Subscribe to:
Posts (Atom)