Saturday, December 25, 2010

Limi Feu

Þetta er póstur númer tvö sem einkennist aðallega af svörtum klæðnaði. Ég hef verið að skoða hönnuðinn Limi Feu, og er mjög hrifin af henni. Flestar flíkurnar hennar eru svartar eða hvítar og ofursvalar. Allt virðist svo þægilegt, og þess vegna fullkomið val fyrir back-to-school föt. Eitthvað huggulegt (og smekklegt) til að henda sér í á morgnana. Held ég ætli að svipast um eftir einhverju í líkingu við þetta á næstunni. Hvenær byrja aftur útsölurnar?

Vor 2009:


Vor 2010:



Haust 2010:


Vor 2011:





(Iona: ef þú sérð þetta hugsaði ég sérstaklega til þín þegar ég sá þennan kjól:)

Ég ætlaði upprunalega setja inn miklu fleiri myndir frá sýningunum, en vildi ekki hafa þetta of langt. Endilega kíktu á style.com og skoðaðu meira. Þaðan koma mínar myndir.

PS. Vorlínan hjá Versus er ótrúlega skemmtileg. Klikka hér til að skoða póst Style Rookie um sýninguna, elska hvernig hún tengir stílinn við Cher Horowitz í Clueless.

Tuesday, December 21, 2010

Penny Lane

Ég hef séð Almost Famous svo oft. Penny Lane er ein af uppáhalds kvikmyndapersónunum mínum. Elska stílinn hennar. Og lögin í myndinni. Og tímabilið. Elska allt við þessa mynd.









Klikkaðu hér til að sjá Penny Lane útskýra hugtakið Band-aid

Wednesday, December 8, 2010

Lady Dior



Meistari John Galliano hefur nú lokið framleiðslu hinna fjögurra stuttmynda sem eru tileinkaðar Lady Dior, vinsælustu tösku Christian Dior. Marion Cotillard er í aðalhlutverki í þeim öllum, og eru þær hver annari fallegri. Hver mynd tengist einni borg. Ég mæli með því að horfa á þær allar, en ef þú hefur ekki tíma (Lady Blue er lengst, eða 15 mínútur) myndi ég allavega horfa á Lady Grey. Hún er uppáhalds.



The Lady Noire Affair
París. Olivier Dahan leikstýrði (La Vie en Rose), Peter Lindbergh ljósmyndaði. Sjá á Youtube.



Lady Rouge
New York. Man ekki leikstjórann, en Annie Leibowitz ljósmyndaði. Og Marion syngur með Franz Ferdinand! Sjá hér á Youtube.



Lady Blue
Shanghai- David Lynch leikstýrði, Steven Klein ljósmyndaði. Sjá á Youtube.



Lady Grey
London. James Cameron Mitchell leikstýrði, Mert Alas og Marcus Piggot ljósmynduðu. Sjá hér á heimasíðu Dior.