Sunday, October 24, 2010
Innblástur: Lord Frederick Leighton
Almennt er fataskápurinn minn frekar óspennandi: mikið af svörtu og gráu (sjá ástarjátningu mína til þeirra í síðasta pósti), allt frekar einföld snið sem eru gerð sparilegri með hælaskóm, varalit og/eða skartgripum sem ég erfði eftir ástkæra ömmu mína.
Akkúrat núna langar mig ofsalega til að uppfæra fataskápinn minn með ljósari, kvenlegri flíkum. Það er allt Lord Frederick Leighton að kenna. Um daginn sá ég mynd eftir hann á Sweet cherry tulips, og fór að rannsaka verkin hans. Þau eru öll gullfalleg, sjá hér. Nú langar mig óskaplega í þunnar kremaðar blússur í tugatali til að para við fallegar háar buxur eins og þessar, og síð -allavega síðari- pils og kjóla með mörgum þunnum lögum. Safna svo hári og hætta að mála mig. Ég er að fara til NY í vikunni, vona innilega að ég finni einhverja æðislega vintage búð sem inniheldur allar þessar flíkur. Eða kannski finnst eitthvað í hjálpræðishernum?
Finnst ykkur þetta ekki fallegt?
Eitthvað kremað og kvenlegt af sýningum fyrir vor 2011:
ADAM
Charles Anastase
Marchesa
Það er gott að losna úr bloggstíflu :)
Subscribe to:
Posts (Atom)