Þetta hef ég ekki séð áður.
Í septemberblaði ítalska Vogue er að finna Miröndu Kerr, (og hundinn hennar) ljósmyndaða af Steven Meisel. Í þrívídd! Verð að hrósa Vogue fyrir frumleika.
Monday, August 30, 2010
Sunday, August 29, 2010
Lisle von Rhoman
Hafið þið séð Halle Berry í septemberblaði bandaríska Vogue? Hún er svo fierce. Það var eitthvað við hárið og glamúrinn í myndunum sem minntu mig á persónu í myndinni Death becomes her (Ef þú hefur ekki séð hana ættir þú að gera það undir eins - lýsing á myndinni hér).
Isabella Rosselini leikur hina sjokkerandi, forríku, mögnuðu, kynþokkafullu Lisle von Rhoman. Þessi persóna er svo unaðslega öfgafull. Býr í risastórri höll með fjöldanum öllum af Fabio-þjónum sér til aðstoðar. Samt án gríns, Fabio er einn af þeim. Því miður er ekki mikið af myndum af henni á netinu, enda myndin frá árinu 1992. Þið verðið bara að sjá myndina. Hér er samt myndbrot af frk. von Rhoman.
Isabella sjálf er sjálf líka nokkuð glæsileg. Maður elskar líka leikkonur sem -virðast allavega- eldast náttúrulega.
Er farin að horfa á myndina á Youtube.
Tuesday, August 24, 2010
Þegar ég verð stór
...vil ég eiga fína íbúð eins og Chloe Sevigny
ferðast alltaf með stíl:
ná að safna síðu hári á ný:
Williams British Handmade er svo skemmtileg lína, það væri líka ekkert mál að finna farangurinn sinn á færibandinu á flugvellinum. Ég elska hárið á Tildu Swinton á þessari mynd, vona að ég nái þessari hársídd aftur einn daginn. Vonandi verður þá til kraftaverkalyf sem lætur hár vaxa ofurhratt. Ég er of óþolinmóð.
Ég verð líka að minnast á Burberry Prorsum f/w 2010 línuna. Þessi flugmannajakki er æðislegur! Fóðruðu stígvélin voru líka ofursvöl.
ferðast alltaf með stíl:
ná að safna síðu hári á ný:
Williams British Handmade er svo skemmtileg lína, það væri líka ekkert mál að finna farangurinn sinn á færibandinu á flugvellinum. Ég elska hárið á Tildu Swinton á þessari mynd, vona að ég nái þessari hársídd aftur einn daginn. Vonandi verður þá til kraftaverkalyf sem lætur hár vaxa ofurhratt. Ég er of óþolinmóð.
Ég verð líka að minnast á Burberry Prorsum f/w 2010 línuna. Þessi flugmannajakki er æðislegur! Fóðruðu stígvélin voru líka ofursvöl.
Friday, August 20, 2010
A Single Man
Í vikunni leigði ég myndina A Single Man. A Single Man er upprunalega skáldsaga eftir Christopher Isherwood, en Tom Ford færði söguna yfir í handrit og leikstýrði. Með aðalhlutverk fara Colin Firth, Nicholas Hoult, Matthew Goode og Julianne Moore -og standa þau sig öll vægast sagt með prýði. (Sjá verðlaun og tilnefningar)
Þessi mynd er yndisleg. Tom Ford færir manni algjört augnakonfekt. Ég elska hvað heimili aðalpersónanna eru stílíseruð og auðvitað eru allir æðislega fallegir og smekklega klæddir :) Mig langar að læra að mála mig um augun eins og stelpurnar í myndinni, og í hið gullfallega heimili sem persóna Julianne Moore á. Mig langar að kaupa þessa mynd.
En sagan er líka svo athyglisverð; rómantísk og sorgleg og falleg. Í stuttu máli fjallar myndin um George Falconer, enskukennara sem kemst ekki yfir fráfall maka síns til 16 ára, Jim. 8 mánuðir eru liðnir síðan hann dó, og nú ætlar George að binda enda á eigið líf.
Ég vil ekki segja meira svo ég skemmi ekki fyrir.
Ég vildi að ég hefði lesið bókina fyrst, hún hlýtur að vera góð.
Tom Ford er snillingur.
PS. Hversu falleg er Julianne Moore?
Hér er frk Moore í herferðum (minnir að þetta sé eitthvað s/s og eitthvað f/w 2010) fyrir Bulgari, tekið af Mert og Marcus.
PS2: Þetta tengist póstinum ekki neitt, en þessir skór verða bara að fá að komast að. Þetta par er frá Opening Ceremony f/w 2010 og ó mig auma hvað ég væri til í að eiga þá. Þeir eru svo æðislega sérstakir og skemmtilegir á litinn.
Friday, August 6, 2010
Hermès haust 2010
Ég er yfir mig hugfangin af auglýsingaherferð Hermès þetta haustið. Dimmt, drungalegt og ævintýralegt. Fyrirsætan heitir Constance Jablonski og ljósmyndarinn Paolo Roversi.
Ekki að Hermès hafi eitthvað verið að klikka í fortíðinni:
Hermès vor 2010 (fyrirsæta: Karlie Kloss)
Hermès vor 2006 (Gemma Ward)
Ekki að Hermès hafi eitthvað verið að klikka í fortíðinni:
Hermès vor 2010 (fyrirsæta: Karlie Kloss)
Hermès vor 2006 (Gemma Ward)
Thursday, August 5, 2010
Daphne Guinness
Daphne Guinness er mögnuð. Hún hefur vægast sagt einstakan stíl, og hefur verið innblástur fyrir ótalmarga listamenn. Hún og Alexander McQueen (RIP) voru nánir vinir, en þau kynntust þegar hann sá hana ganga um Leicester torg klædd í flík eftir hann og bókstaflega hljóp að henni til að kynna sig. Þess má einnig geta að hún var fyrst til að ganga í hinum frægu armadillo skóm. Sjálf sagði hún þá ekki vera svo háa. Ólíkt mörgum vel settum tískudrósum borgar Guinness alltaf fyrir flíkurnar sínar, og segir Elizabeth Taylor aldrei hafa tekið að sér gefins flík.
Sem barn bjó Guinness til sitt eigið ilmvatn úr Patchouli olíu og blómum (tuberoses). Á síðasta ári vann hún með Comme des garcons að eigin ilm, og gerði þetta fallega myndband í kjölfar.
Það er svo margt að segja um Daphne Guinnes. Efnið í þessari færslu og meira til er að finna í þessari grein. Mæli sterklega með því að kynna sér þessa merkilegu konu... Ekki allar konur láta sig hafa blæðingu úr augum bara til að ná góðri mynd í töku með David LaChapelle (mjög fúl að hafa ekki fundið þær myndir) eða taka ekki eftir því þegar rifbein þeirra skaddast í korsettukjól.
Meðfylgjandi eru myndir af henni:
Daphne á Chanel, haust 2010
Daphne og Steven Klein á Calvin Klein, haust 2010
brot úr myndatöku með Steven Meisel fyrir febrúarblað ítalska Vogue
David LaChapelle og Daphne vinna saman í herferð fyrir Maybach bifreiðar -meira hér
"The Honourable Daphne Guinness" tekið af Steven Klein, septemberblað ítalska Vogue 2008 -meira hér
Hún. er. svo. fabulous.
Sem barn bjó Guinness til sitt eigið ilmvatn úr Patchouli olíu og blómum (tuberoses). Á síðasta ári vann hún með Comme des garcons að eigin ilm, og gerði þetta fallega myndband í kjölfar.
Það er svo margt að segja um Daphne Guinnes. Efnið í þessari færslu og meira til er að finna í þessari grein. Mæli sterklega með því að kynna sér þessa merkilegu konu... Ekki allar konur láta sig hafa blæðingu úr augum bara til að ná góðri mynd í töku með David LaChapelle (mjög fúl að hafa ekki fundið þær myndir) eða taka ekki eftir því þegar rifbein þeirra skaddast í korsettukjól.
Meðfylgjandi eru myndir af henni:
Daphne á Chanel, haust 2010
Daphne og Steven Klein á Calvin Klein, haust 2010
brot úr myndatöku með Steven Meisel fyrir febrúarblað ítalska Vogue
David LaChapelle og Daphne vinna saman í herferð fyrir Maybach bifreiðar -meira hér
"The Honourable Daphne Guinness" tekið af Steven Klein, septemberblað ítalska Vogue 2008 -meira hér
Hún. er. svo. fabulous.
Subscribe to:
Posts (Atom)