Daphne Guinness er mögnuð. Hún hefur vægast sagt einstakan stíl, og hefur verið innblástur fyrir ótalmarga listamenn. Hún og Alexander McQueen (RIP) voru nánir vinir, en þau kynntust þegar hann sá hana ganga um Leicester torg klædd í flík eftir hann og bókstaflega hljóp að henni til að kynna sig. Þess má einnig geta að hún var fyrst til að ganga í hinum frægu
armadillo skóm.
Sjálf sagði hún þá ekki vera svo háa. Ólíkt mörgum vel settum tískudrósum borgar Guinness alltaf fyrir flíkurnar sínar, og segir Elizabeth Taylor aldrei hafa tekið að sér gefins flík.
Sem barn bjó Guinness til sitt eigið ilmvatn úr Patchouli olíu og
blómum (tuberoses). Á síðasta ári vann hún með Comme des garcons að
eigin ilm, og gerði
þetta fallega myndband í kjölfar.
Það er svo margt að segja um Daphne Guinnes. Efnið í þessari færslu og meira til er að finna í
þessari grein. Mæli sterklega með því að kynna sér þessa merkilegu konu... Ekki allar konur láta sig hafa blæðingu úr augum bara til að ná góðri mynd í töku með David LaChapelle (mjög fúl að hafa ekki fundið þær myndir) eða taka ekki eftir því þegar rifbein þeirra skaddast í korsettukjól.
Meðfylgjandi eru myndir af henni:

Daphne á Chanel, haust 2010

Daphne og Steven Klein á Calvin Klein, haust 2010

brot úr myndatöku með Steven Meisel fyrir febrúarblað ítalska Vogue


David LaChapelle og Daphne vinna saman í herferð fyrir Maybach bifreiðar -meira
hér 


"The Honourable Daphne Guinness" tekið af Steven Klein, septemberblað ítalska Vogue 2008 -meira
hér Hún. er. svo. fabulous.