Sunday, June 20, 2010

Norman Parkinson

Norman Parkinson (1913-1990) var frægur tískuljósmyndari. Ferill hans hófs á seinnipart fjóra áratugs. Nokkuð hæfileikaríkur maður.

Norman Parkinson (1913-1990) was a famous fashion photographer. His career took off in the late 30s. A talented man.














Norman sjálfur


"The camera can be the most deadly weapon since the assassin's bullet. Or it can be the lotion of the heart. "-Norman Parkinson


Til að skoða meira er hægt að kíkja á hann á Staley Wise galleríinu hér og hér, svo er auðvitað síða hr. Parkinsons.

Wednesday, June 16, 2010

Chloe Sevigny fyrir Opening Ceremony

Vá þessir girnilegu skór.... Chloe Sevigny er style iconið mitt!

These (shoes) are so delicious they've got to be fattening.









Myndir frá www.style.com

Rene og Radka og fljótandi fegurð

Rene og Radka eru yndislegt teymi. Hafa starfað saman í 8 ár, og tekið myndir fyrir hina ýmsu kúnna: allt frá Vogue til The British Journal of Photography til Aston Martin til Kenzo. Nánar um Rene og Radka hér.

Þessar fallegu myndir eru úr smiðju þeirra:











Myndir fengnar frá www.quadriga-us.com , margt fleira skemmtilegt frá þeim og nokkrum öðrum. Mæli með að kíkja líka á Azim Haidaryan.

Saturday, June 12, 2010

Mert & Marcus

Mert Alas og Marcus Piggot eru tískuljósmyndarar sem hafa unnið fyrir blöð á borð við Vogue, W og i-D. Einnig hafa þeir séð um auglýsingaherferðir fyrir Miu Miu, Gucci, Calvin Klein og Luis Vuitton svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst þeir mjög hæfileikaríkir.

Mert Alas and Marcus Piggot are fashion photographers who have worked for magazines like Vogue, W magazine and i-D. They have also done advertizing campaigns for Miu Miu, Gucci, Calvin Klein and Luis Vuitton to name a few. I think they're very talented.


The New Vision fyrir ítalska Vogue



Princesse Natalia fyrir franska Vogue




Kiss the Sky
fyrir W




Into the Woods
fyrir bandaríska Vogue



Fleiri myndir frá þeim hér.

More pictures here.

(Allar myndir teknar af www.models.com nema Into the Sky, hún er tekin af www.arabaqarius.blogspot.com)

Rigningardagur



Á svona rigningardögum er mjög leiðinlegt að eiga ekki fallega regnkápu. Þessi fallega flík er úr Topshop:

On rainy days like this I wish I had a beautiful raincoat. This pretty piece is from Topshop:






Wednesday, June 9, 2010

Tískubloggarar fyrir Coach

Snillingarnir í Coach hafa fengið fjóra fræga tískubloggara til að hanna fyrir sig fjórar mismunandi töskur. Sérhver taska passar við smekk bloggarans, og mér sýnist þeim hafa gengið nokkuð vel.
Ein af þeim sem hannaði tösku var Karla úr Karla's Closet sem er ein af uppáhalds tískubloggurunum mínum, hér er taskan hennar. Ath að það er hægt að taka ólina af.


Taskan í nærmynd

Karla sjálf, með töskuna að sjálfsögðu.

(Myndir fengnar af www.karlascloset.blogspot.com )

Emily (á myndinni fyrir neðan) frá síðunni Cupcakes and Cashmere hannaði þessa smekklegu ljósbleiku tösku:


(Mynd fengin frá www.cupcakesandcashmere.com )

Kelly frá The Glamourai hannaði þennan sæta... poka?


Kelly og pokinn og mjög falleg sólgleraugu

(Mynd fengin af www.theglamourai.com)

Fjórða taskan kemur frá Krystal af síðunni What is Reality Anyway


Krystal og taskan
(Mynd fengin af http://www.whatisrealityanyway.com/)

Persónulega finnst mér taskan frá Karla's Closet langfallegust, enda Karla í miklu uppáhaldi. Það er samt gaman að sjá fjölbreytnina hjá þessum fjóru ólíku týpum. Ég fagna Coach fyrir að vera svona sniðugir.
Núna vantar mig bara 52.000 fyrir töskunni.

Tuesday, June 8, 2010

Grace Coddington


Fyrir þá sem ekki vita er Grace Coddington creative director (því miður man ég ekki nákvæma íslenska hugtakið) hjá bandaríska Vogue í dag, en hún hefur unnið hjá bæði bandarísku og bresku útgáfu blaðsins síðustu fjóra áratugi. Líkt og margir aðrir heillaðist ég af Grace í heimildarmyndinni The September Issue, sem allir Vogue unnendur ættu að kíkja á. Grace er yndislegur karakter, sérvitur og með endalausa sköpunargleði. Í júlíblaði breska Vogue er að finna mjög skemmtilega grein um hana, sem ég mæli hiklaust með. Hún lætur mig langa til að hætta að mála mig og safna mjög síðu hári, hún er undursamleg.

Hér eru örfáar nýlegar myndir úr smiðju Coddington:



Túlkun Grace Coddington og Annie Leibowitz (þær tvær hafa verið ofurteymi til langs tíma) af ævintýrinu um Hans og Grétu. Desemberblað Vogue frá 2009. Þess má geta að Lady Gaga lék nornina, en upprunalega vildu Grace og Annie fá Susan Boyle í hlutverk hennar. Hans og Gréta eru leikin af Lily Cole og Andrew Garfield sem léku saman í ævintýramyndinni The Imaginarium of Doctor Parnassus (Sjá rest af myndaseríu hér)




Annie og Grace taka fyrir Lísu í Undralandi í desemberblaði Vogue 2003. Gullfallega Natalia Vodianova leikur Lísu, og Tom Ford bregður sér í hlutverk hvítu kanínunnar. (Sjá rest af myndaseríu hér).



Kirsten Dunst sem Marie Antoinette og Jason Schwartzman sem Loðvík XVI. Myndaserían er úr septemberblaði Vogue 2006 (sjá rest af myndaseríu hér). Að sjálfsögðu tók Annie Leibowitz myndirnar.

Í lokin er svo ein af Grace frá sínum yngri árum, þegar hún var sjálf fyrirsæta.


Because she's the queen of cool


Þessa konu þarf ekki að kynna.
This woman needs no introduction.